ICEBERG-verkefnið

Loftslagsbreytingar og mengun, þ.m.t. plastmengun, losun skipa og skólp ógna heilsu fólks og vistkerfum á norðurslóðum að verulegu marki.

ICEBERG-verkefnið tekur á þessum vandamálum í samstarfi við samfélög á hverjum stað fyrir sig.

Á milli 2024 og 2026 rannsökum við mengun og áhrif hennar á vistkerfi og samfélög á þremur svæðum norðurslóða í Evrópu: Kalaallit Nunaat (Grænlandi), Íslandi og Svalbarða.

Með því að efla samfélagið á hverjum stað á skapandi hátt, er hægt að hanna í sameiningu viðnámsaðferðir til að stemma stigu við mengun og loftslagsbreytingum, ásamt því að móta tillögur að auknu eftirliti og mengunarvörnum.

Hvernig leysa má stóru áskorunina með fólkinu á staðnum

Loftslagsbreytingar og starfsemi manna hafa í för með sér margþætt og flókin áhrif á líf á landi, við strendur og vistkerfi sjávar í Norðurhöfum. Bráðnun jökla og sífreri, ásamt aukinni starfsemi manna veldur losun á mengandi efnum, þ.m.t. plasti, þungmálmum og skaðlegum efnasambönd sem ógna vistkerfum sjávar og heilsu fólks á viðkomandi svæðum.

Ef ESB á að ná markmiði sínu um mengunarleysi (Zero Pollution Ambition) þurfum við að fá dýpri skilning á þessu flókna samspili mengunar og loftslagsbreytinga og áhrifum þeirra á samfélög og vistkerfi á norðurslóðum.

Í ICEBERG-verkefninu skeytum við saman náttúru- og félagsvísindum og þekkingu fólksins á staðnum. Við beitum siðferðislegri nálgun sem tekur mið af ólíkum hópum og kynjum til að meta áhrif, hættur og veikleika samfélagsins. Við styðjumst einnig við One Health-nálgunina, sem tekur tillit til mikilvægis innbyrðis tengsla og víxltengsla með tilliti til heilsu fólks, dýra, plantna og vistkerfa.

 

Helstu markmið okkar og hvernig við náum þeim

Markmið okkar er að draga úr áhrifum mengunarefna á norðurslóðum. Á næstu þremur árum munum við rannsaka uppruna, gerðir og dreifingu mengunarefna, þ.m.t. plasts, skipalosunar, skólps og þungmálma með því að nota hermilíkön, fjarskynjun og athuganir. Með tilliti til hagnýtingar þá mun verkefnið m.a. þróa sjálfvirkan skynjarabúnað á sjávarrusli með notkun dróna, gervigreindar og staðubundinnar þekkingar.

Við metum eiturefnaáhrif örplasts, nanóplasts og þrávirkra, lífrænna mengunarefna (POP) á heilbrigði meltingarkerfa manna. Við metum einnig áhrif mengunarlosunar á fæðuvef sjávarlífvera.

Við munum starfa með samfélögunum og hagsmunaaðilum að því að þróa eftirlit, aðlögunaraðferðir og mengunarvarnir, ásamt því að móta tillögur að stefnu sem miðar að því að bæta eftirlit og umsjón með mengunarvörnum á mismunandi stigum.

Samstarfsaðilar

Systraverkefni og -félög

Við munum starfa með tengdum systraverkefnum og öðrum félögum og samtökum sem starfa að því sameiginlega markmiði að standa vörð um norðurslóðir, strandir og samfélög.

  • ILLUQ
  • ArcSolution
  • EU Polar Cluster
  • EU Mission Restore our Ocean and Waters
  • BlueMissionAA
Fáðu áskrift að fréttabréfinu okkar Fáðu áskrift að fréttabréfinu okkar

Fáðu áskrift að fréttabréfinu okkar og fáðu fréttir af framvindu verkefnisins.

Skrá sig á

Hafa samband

Vísindalegur samhæfingarstjóri

Próf. Thora Herrman
University of Oulu
thora.herrmann@oulu.fi

Verkefnisstjóri

Dr. Élise Lépy
University of Oulu
elise.lepy@oulu.fi

Samskipti

Marika Ahonen
Kaskas
marika.ahonen@kaskas.fi

Innovative Community Engagement for Building Effective Resilience and Arctic Ocean Pollution-control Governance in the Context of Climate Change

ICEBERG has received funding from the European Union's Horizon Europe Research and innovation funding programme under grant agreement No 101135130

Persónuverndarstefna